Ferðalagið sjálft, 17-19 ágúst:

Alicante Travel Blog

 › entry 2 of 3 › view all entries

Þessi dagur hefur verið mjög svo óraunverulegur. Undirbúningur minn fyrir þetta ferðalag hefur alltaf miðað við ferðina sjálfa. Það sem á eftir kom skipti ekki máli, það yrði eins og kökusneið miðað við að koma sér á staðinn.

Þannig að þegar við komum á flugvöllinn í Alicante og vorum komnar með töskurnar greip okkur óvissa. Fyrir það fyrsta var enginn að bíða eftir okkur. ÞAð var hálfeinmanaleg tilfinning. Í öðru lagi höfðum við ekkert ákveðið hvernig við ætluðum að koma okkur á staðinn. Það var fljótlega leyst og vi tókum leigubíl. Allan tímann átti ég bágt með að trúa að við værum hér.

Við fundum hótelið fljótt og örugglega og komum okkur fyrir. Við meira að segja björguðum okkur á spænsku!  Stuttu eftir það fórum við á röltið. Eftir viðfangsmikla leit að kínverskum veitingastað sættumst við á stað sem hét því fróma nafni Tarantino. Þegar við settumst reyndum við að ná athygli þjónsins. Það gekk með eindæmum illa, þar sem við mundum ekki hvernig átti að segja afsakið. Okkur leið eins og við værum ósýnilegar! Að lokum sneri hann sér að okkur og útskýrði hratt á katalónsku að hann væri  með svo mörg borð og það væri svo mikið að gera. Allt í lagi, óþarfi samt að vera dónalegur! Svo kom hann aftur og bað okkur, aftur á katalónsku að segja hinum þjóninum ekki frá, þá yrði hann svo reiður.. Ekki var hann nú samt að biðjast afsökunar! Eftir að hafa unnið lengi í þjónustustarfi skil ég kannski aðeins betur en áður að fólk verður þreytt og pirrað, en maður biðst allavega afsökunar! Allavega, nóg komið af væli. Maturinn var ekkert sérstakur og skítug hnífapör.

Svo fórum við aftur á hótelið og liggjum þar núna uppi í rúmi, Patsy er að lesa Minningar geisju og ég er að skrifa þetta og að hlusta á disk sem var skrifaður handa mér og mér þykir alveg frábær.

 

Seinustu vikurnar fyrir brottför gekk ég um með kvíðahnút í maganum og kvaddi alla sem ég gat. Þó urðu sumir út undan fyrir slysni, sem mér þykir óendanlega leiðinlegt. En þannig er lífið. Nú þegar ég er komin finnst mér lífið blasa við ... en þó ekkert. Ég er svo óendanlega óákveðin í öllu sem ég geri að það er kraftaverk að ég skuli vera stödd hérna.

Í vetur áttum við að skrifa ritgerð. Við máttum velja á milli nokkurra efna og ég valdi ,,Bekkurinn minn eftir 30 ár”. Þar sem ég þekkti nú fáa í bekknum samdi ég sögu þar sem við 3 vinkonurnar vorum í aðalhlutverkum. Til að gera söguna nógu tilfinningaríka fyrir kennarann reyndi ég að komast að því hvað ég hræddist mest í lífinu og láta það koma fyrir mig. Ég komst að því að það var ekki dauði, heldur stöðnun. Ég lét því persónu mína í sögunni fara til Barcelona, koma heim og fara í sömu vinnuna, ranka við sér 20 árum seinna og vera þar enn. Að gera ekki neitt við líf sitt.

Þegar ég var yngri hafði ég metnað. Ég ætlaði mér hluti. Hann er horfinn nú. Ég veit ekkert hvað mig langar að gera við líf mitt og er því ótrúlega hrædd um að ég geri ekki neitt.

Stuttu áður en ég fór út fórum við nokkrar í sumarbústað. Það var æðislegt. Meðal annars þá spáðum við hver fyrir annarri. Þegar spáð var fyrir mér hugsaði ég stíft um komandi ferðalag. Spáin sem ég fékk var ekkert nema jákvæð. Einu hindranirnar voru eigin efasemdir og þess háttar. Einnig kom skýrt fram að þesi ferð yrði að verða liður í áætlun, þ.e.a.s. að ég ætlaði mér eitthvað með þessa þekkingu. Því miður gerði ég það ekki beint. En það er allt í lagi. Það kemur.

Hulda.

Join TravBuddy to leave comments, meet new friends and share travel tips!
814 km (506 miles) traveled
Sponsored Links
Alicante
photo by: Julie-Sensa