Koman í skólann

Barcelona Travel Blog

 › entry 1 of 3 › view all entries

19. ágúst, 01:36

 

 

 

 

 

Jæja. Nú erum við komnar á heimavistina. Það tók nú alveg tíma að koma sér þangað. Við gengum út af hótelinu um hálftólf og vorum komnar, eftir ferð í metro, um hálfeitt. Semsagt klukkustund. Það kom í ljós að á herberginu er ekki sími, eins og lofað hafði verið, en við vonumst til að kippa því í liðinn sem fyrst.

Veggirnir í herberginu okkar eru skærgulir, sem fyllir Patsy ógeði en mig heimþrá. Eins og glöggir lesendur vita þá var herbergið mitt í þeim lit þar til ég tók það í gegn fyrir sirka 2 árum síðan. Nú er það skærbleikt. Mikil breyting það.

Þegar við gengum fram hjá sameiginlega svæðinu urðum við hissa á að sjá 2 íslenskar bækur sem að skildar höfðu verið eftir. Haustskip eftir Björn Jónsson minnir mig og Engin Spor eftir ég man ekki hvern.

Í kvöld snæddum við með Agli frænda Patsyar og Fríðu kærustu hans. ÞAð reyndist vera frábært kvöld og við lærðum heilmikið um borgina, en þau hafa verið hér í 2 vikur minnir mig.

Mig hefur dreymt sömu manneskjuna 3 nætur í röð. Getur orðið mjög pirrandi, sérstaklega ef maður er ekkert viss um að maður hitti manneskjuna aftur.

Haha, svo dreymdi mig líka að pabbi ætlaði að fara að lesa Harry Potter 7 þegar hann var bara búinn að lesa fyrstu! Ég var ekkert smá hneyksluð!

Ætli þetta þýði eitthvað? Að ég megi ekki stökkva yfir skref í stiga lífsins?

Veit ekki, ég er búin með framhaldsskóla og langar svo innilega ekki í háskóla eins og staðan er núna.

Ég er svo týnd. Þegar maður er týndur er mjög gott að fara til stórborgar sem maður hefur aldrei komið til áður til að finna ástæðu fyrir tilfinningunni.

Ég er að hlusta á disk sem var gerður handa mér. Mikið af tónlistinni hef ég aldrei heyrt áður, sem er tilgangurinn. Þar á meðal er lag sem heitir I’m from Barcelona. Hehehehe.

Patsy er í hreiðurgerð. Hún hefur farið mikinn í dag um kaup á baðmottum, speglum, veggmyndum og þess háttar. Mér finnst alveg ástæða til að gera staðinn heimilislegan, en einhvern megin er ég ekki í stuði til þess.

Nú finnst mér ég ekki eiga neins staðar heima. Ég pakkaði niður öllum bókunum mínum áður en  ég fór út til að foreldrar mínir gætu fengið herbergið, og einhverju af fötunum mínum. Þannig að ég á ekki beint herbergi þar.

Sagt er að heimilið sé þar sem hjartað er. Hvar er hjartað mitt? Ég veit það ekki. Á Íslandi eða í Barcelona?

Eins og sést er ég frekar týnd.

Það reddast.

oddnyheimis says:
Huldz, heyrirðu? hlustaðu! lub'dub. lub'dub. lub'dub. Málið er einfalt, hjartað slær í Barcelona. Hjartað býr í Barcelona
Posted on: Aug 22, 2007
Join TravBuddy to leave comments, meet new friends and share travel tips!
Barcelona
photo by: fivepointpalm